Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fim 09. mars 2023 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vill að Pochettino taki við af Moyes
Mynd: EPA

Sögusagnir eru um að Mauricio Pochettino vilji snúa aftur til Tottenham en þessi 51 árs gamli stjóri stýrði liðinu frá 2014-2019.


David Moyes stjóri West Ham er undir mikilli pressu en Anton Ferdinand fyrrum leikmaður liðsins vill fá Pochettino til að stýra liðinu.

„Sem stuðningsmaður West Ham, ef Moyes verður rekinn myndi ég vilja að West Ham tæki Pochettino. Fótboltinn hjá honum hjá Tottenham var frábær, hann náði öllu því besta úr leikmönnunum þar," sagði Ferdinand.

Hann segir þó að Pochettino eigi margt ógert hjá Tottenham en Daniel Levy þurfi að kyngja stoltinu og ráða hann aftur.


Athugasemdir
banner