Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   sun 09. mars 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Salah reyndi að koma í veg fyrir skiptingu - Var hræddur um að liðið fengi refsingu
Mynd: EPA
Það kom, sem betur fer, upp sjaldgjæft atvik í leik Liverpool og Southampton í gær þar sem bæði lið gátu gert sex breytingar.

Lið geta fengið auka skiptingu ef leikmaður í öðru hvoru liðinu verður fyrir höfuðmeiðslum en það kom fyrir Jan Bednarek, varnarmann Southampton, sem gerði liðunum kleift að nýta sex skiptingar.

Mohamed Salah innsiglaði sigur Liverpool með marki úr vítaspyrnu undir lok leiksins. Stuttu síðar gerði Liverpool sjöttu skiptinguna þegar Jarell Quansah kom inn á fyrir Trent Alexander-Arnold.

David Lynch, fréttamaður frá Liverpool, var á Anfield en hann tók eftir því að Salah hafi reynt að koma í veg fyrir að Liverpool gerði skiptinguna. Josh Smith, dómari leiksins, útskýrði fyrir honum að þetta væri í lagi en stig hefðu getað verið dregin af liðinu ef Liverpool hefði gert of margar skiptingar.


Athugasemdir
banner
banner
banner