Fyrrum dómarinn Mike Dean segist sannfærður um að mark Southampton í 3-1 tapi liðsins gegn Liverpool hafi ekki átt að standa, en hann segir að Will Smallbone hafi verið rangstæður þegar boltinn barst til hans.
Markið hefur vakið mikla umræðu hjá spekingum og á samfélagsmiðlum.
Smallbone fékk boltann í teignum en missti hann of langt frá sér þannig Virgil van Dijk náði að skýla honum. Hollendingurinn beið eftir að Alisson kæmi út til að handsama boltann, en lenti á Mateus Fernandes og þaðan fór boltinn til Smallbone sem skoraði.
Alisson vildi fá dæmt brot á Fernandes en fékk ekki á meðan Mike Dean heldur því fram að markið hafi ekki átt að standa vegna rangstöðu.
Fernandes reyndi við boltann sem datt síðan fyrir Smallbone, en útlit var fyrir að Englendingurinn hafi verið í rangstöðu þegar boltinn dettur fyrir hann.
„Ég hef svolitlar áhyggjur af markinu. VAR skoðaði þetta auðvitað en ég hef horft þrisvar eða fjórum sinnum á þetta og er sannfærður um að þetta sé rangstaða,“ sagði Dean á Sky.
„Southampton-maðurinn fer í baráttu við markvörðinn og boltinn snertir fótinn á honum, sem fer síðan til Smallbone. Vinstri fóturinn á Smallbone virðist vera fyrir framan varnarmanninn nema það hafi verið annar varnarmaður þarna nálægt sem sást ekki í sjónvarpinu, en fyrir mér er þetta rangstaða,“ sagði Dean.
Markið kom ekki að sök. Liverpool kom af krafti inn í síðari hálfleikinn og skoraði þrjú mörk. Darwin Nunez jafnaði og fiskaði síðan vítaspyrnu sem Mohamed Salah skoraði úr og þá gerði Egyptinn annað vítaspyrnumark sitt undir lok leiks.
At the end of the day you can think what you want about Nunez little foul
— Bobby_Admirer (@BobbyAdmirer) March 8, 2025
or the the penalty when smallbone kicks the shit out of Nunez,
The only decision that was objectively wrong was letting Southamptons goal stand, it’s offside.
PGMOL are really fighting for Arsenal to… pic.twitter.com/imP3pXekSh
Athugasemdir