Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   þri 09. apríl 2019 19:39
Arnar Helgi Magnússon
Valverde býst við miklu af Messi gegn Man Utd
Mynd: Getty Images
Manchester United tekur á móti Barcelona í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn hefst 19:00 á Old Trafford.

Ernesto Valverde, stjóri Barcelona, býst við miklu af Lionel Messi í einvíginu gegn Manchester United.

„Það vita allir hversskonar leikmaður Lionel Messi er. Ég skil þjálfara vel sem að mæta okkar liði að þeir hugsi nánast einungis um það hvernig á að stoppa hann," sagði Valverde.

„Þeir koma sennilega með eitthvað plan til þess að stoppa Messi, við þurfum að sjá hvort að það virki. Auðvitað býst ég við miklu frá Messi, hann skilar alltaf góðri frammistöðu,"

Valverde ber mikla virðingu fyrir Manchester United og segir það lið sem að getur komið á óvart í hverju sem er.

„Sumir tala um að Manchester United verði að nýta föstu leikatriðin af því að það er það eina sem þeir geta. Það er bara ekki rétt. Þeir eru með mismunandi leiðir og gengi þeirra undanfarið hefur verið frábært," segir Valverde að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner