Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 09. apríl 2021 07:00
Aksentije Milisic
Bayern tókst ekki að bæta met Man Utd
Mynd: Getty Images
Bayern Munchen og PSG mættust á miðvikudaginn í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Frakkarnir fóru með mikilvægan 2-3 sigur af hólmi þar sem Kylian Mbappe gerði tvennu fyrir gestina.

Fyrir þennan leik höfðu Evrópumeistararnir ekki tapað í alls 19 leikjum í röð í Meistaradeild Evrópu. Síðasti tapleikur liðsins kom um haustið árið 2019 og því hafði liðið verið taplaust í keppninni í um eitt og hálft ár.

Bayern hefði þurft að fara í gegnum næstu sjö leiki án þess að tapa til þess að bæta met sem Manchester United á. United fór í gegnum alls 25 leiki í keppninni án þess að tapa.

Man Utd vann Meistaradeild Evrópu árið 2008 eftir sigur gegn Chelsea í úrslitaleiknum í Moskvu. Félagið fór svo alla leið í úrslitaleikinn ári síðar en þá mættu Börsungar og tóku titilinn.


Athugasemdir
banner
banner