fös 09. apríl 2021 14:30
Magnús Már Einarsson
Þjálfari Strömsgodset hættur - Var sakaður um fordóma
Mynd: Getty Images
Henrik Pedersen er hættur sem þjálfari hjá Strömsgodset í Noregi. Félagið tilkynnti í dag að um sameiginlega ákvörðun væri að ræða.

Pedersen hefur verið mikið í fréttum í Noregi í vikunni eftir að hann var ásakaður um kynþáttafordóma.

Eurosport hefur heimildarmann innan leikmannahóps Strömsgodset sem segir að Pedersen hafi kallað sig 'apa' og 'negra'.

Strömsgodset rannsakaði málið og ætlaði upphaflega að láta Pedersen halda starfinu. Mikil óánægja var hjá leikmönnum liðsins og í dag var tilkynnt að Henrik sé hættur.

Tveir íslenskir leikmenn eru á mála hjá Strömsgodset, varnarmaðurinn Ari Leifsson og kantmaðurinn Valdimar Þór Ingimundarson.
Athugasemdir
banner
banner
banner