Arsenal slátraði Real Madrid 3-0 í fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. Í dag eru það síðan spænsku blöðin sem eru að slátra Madrídarliðinu.
Arsenal fór á kostum í gær, sérstaklega í seinni hálfleik, þar sem Declan Rice skoraði tvö mögnuð aukaspyrnumörk. Mikel Merino átti einnig þrumuskot sem endaði í netinu.
Arsenal fór á kostum í gær, sérstaklega í seinni hálfleik, þar sem Declan Rice skoraði tvö mögnuð aukaspyrnumörk. Mikel Merino átti einnig þrumuskot sem endaði í netinu.
'Humillados' segir í stórri fyrirsögn framan á Mundo Deportivo, eða 'Niðurlægðir'. Marca hinsvegar vildi ekki útiloka að Madrídarliðið gæti snúið dæminu sér í vil í seinni leiknum,
'Humillados Pero... Para El Madrid No Hay Imposibles' sagði á forsíðu Marca en það þýðist sem 'Niðurlægðir en... fyrir Madrid er ekkert ómögulegt'.
Í umfjöllun Marca segir að langt sé síðan Real Madrid hafi fengið svona útreið í Evrópuleik og segir að stjórstjörnurnar Vinicius Jr, Kylian Mbappe og Rodrygo hafi ekki verið með lífsmarki í leiknum. Madrídarliðið hafi verið eins og leikfang í höndum Arsenal.
Þá er spjótum einnig beint að stjóranum sigursæla Carlo Ancelotti og sagt að skipstjórinn hafi ekki stokkið frá borði en látið skipið sökkva. Madrídarliðið hafi verið hugmyndalaust og markvörðurinn Courtois komið í veg fyrir frekari niðurlægingu.
Athugasemdir