„Þokkalega sáttur með leikinn svona framan af en náttúrulega ekki sáttur við úrslitin, við ætluðum okkar meira en 0 stig,“ sagði Þórhallur Víkingsson eftir 3-0 tap á móti Þór/KA.
Lestu um leikinn: Þór/KA 3 - 0 HK/Víkingur
HK/Víkingur átti flottan fyrri hálfleik.
„Þær fengu nokkur færi á fyrstu 5 -6 mínútunum en eftir það fannst mér leikurinn bara vera í jafnvægi og við allt eins líklegar til að setja hann eins og þær. En svo fór þetta svolítið með þessari vítaspyrnu og rauða spjaldinu í seinni hálfleik. Ég er ekki sáttur við það.“
Maggý Lárentsínusdóttir fékk rautt spjald á 57 mínútu.
„Mér fannst það út í hött, mér fannst þetta vera tvöföld refsing. Hún er ekki kominn í stöðu til að skjóta. Víti og gult spjald okei, en rautt spjald og tvöföld refsing, alveg út í hött.“
Þórhallur fékk í kjölfarið rautt spjald sjálfur.
„Hann hlýtur að hafa skilið að við vorum svekkt með þetta rauða spjald. Kannski átti ég að halda kjafti, ég veit það ekki en mér finnst gaman að hafa smá passion í þessu.“
Næsti leikur hjá HK/Víking er á móti Breiðablik.
„Við sleikjum sárin á heimleiðinni en svo byrjum við bara að undirbúa næsta leik á móti Breiðablik. Við teljum okkur vera með gott lið, eins og sást hér í fyrri hálfleik.“
Athugasemdir