Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
Jón Daði: Dreymdi um þessa byrjun
Gústi Gylfa: Sást í augum leikmanna að menn vildu vinna
Óli Íshólm: Get ekki verið að tittlingast með þeim en get þetta
Arnar Grétars: Eins og að lifa Groundhog day aftur og aftur
   mið 09. maí 2018 23:04
Ester Ósk Árnadóttir
Þórhallur: Rautt spjald og tvöföld refsing, alveg út í hött
Kvenaboltinn
Mynd: HK/Víkingur
„Þokkalega sáttur með leikinn svona framan af en náttúrulega ekki sáttur við úrslitin, við ætluðum okkar meira en 0 stig,“ sagði Þórhallur Víkingsson eftir 3-0 tap á móti Þór/KA.

Lestu um leikinn: Þór/KA 3 -  0 HK/Víkingur

HK/Víkingur átti flottan fyrri hálfleik.

„Þær fengu nokkur færi á fyrstu 5 -6 mínútunum en eftir það fannst mér leikurinn bara vera í jafnvægi og við allt eins líklegar til að setja hann eins og þær. En svo fór þetta svolítið með þessari vítaspyrnu og rauða spjaldinu í seinni hálfleik. Ég er ekki sáttur við það.“

Maggý Lárentsínusdóttir fékk rautt spjald á 57 mínútu.

„Mér fannst það út í hött, mér fannst þetta vera tvöföld refsing. Hún er ekki kominn í stöðu til að skjóta. Víti og gult spjald okei, en rautt spjald og tvöföld refsing, alveg út í hött.“

Þórhallur fékk í kjölfarið rautt spjald sjálfur.

„Hann hlýtur að hafa skilið að við vorum svekkt með þetta rauða spjald. Kannski átti ég að halda kjafti, ég veit það ekki en mér finnst gaman að hafa smá passion í þessu.“

Næsti leikur hjá HK/Víking er á móti Breiðablik.

„Við sleikjum sárin á heimleiðinni en svo byrjum við bara að undirbúa næsta leik á móti Breiðablik. Við teljum okkur vera með gott lið, eins og sást hér í fyrri hálfleik.“
Athugasemdir