Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
   mið 09. maí 2018 23:04
Ester Ósk Árnadóttir
Þórhallur: Rautt spjald og tvöföld refsing, alveg út í hött
Mynd: HK/Víkingur
„Þokkalega sáttur með leikinn svona framan af en náttúrulega ekki sáttur við úrslitin, við ætluðum okkar meira en 0 stig,“ sagði Þórhallur Víkingsson eftir 3-0 tap á móti Þór/KA.

Lestu um leikinn: Þór/KA 3 -  0 HK/Víkingur

HK/Víkingur átti flottan fyrri hálfleik.

„Þær fengu nokkur færi á fyrstu 5 -6 mínútunum en eftir það fannst mér leikurinn bara vera í jafnvægi og við allt eins líklegar til að setja hann eins og þær. En svo fór þetta svolítið með þessari vítaspyrnu og rauða spjaldinu í seinni hálfleik. Ég er ekki sáttur við það.“

Maggý Lárentsínusdóttir fékk rautt spjald á 57 mínútu.

„Mér fannst það út í hött, mér fannst þetta vera tvöföld refsing. Hún er ekki kominn í stöðu til að skjóta. Víti og gult spjald okei, en rautt spjald og tvöföld refsing, alveg út í hött.“

Þórhallur fékk í kjölfarið rautt spjald sjálfur.

„Hann hlýtur að hafa skilið að við vorum svekkt með þetta rauða spjald. Kannski átti ég að halda kjafti, ég veit það ekki en mér finnst gaman að hafa smá passion í þessu.“

Næsti leikur hjá HK/Víking er á móti Breiðablik.

„Við sleikjum sárin á heimleiðinni en svo byrjum við bara að undirbúa næsta leik á móti Breiðablik. Við teljum okkur vera með gott lið, eins og sást hér í fyrri hálfleik.“
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner