Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 09. maí 2020 23:15
Ívan Guðjón Baldursson
Stuðningsmenn á risaskjám í Danmörku
Mynd: Jón Dagur Þorsteinsson
Stefnt er að hefja leik að nýju í dönsku úrvalsdeildinni í lok maí og verður leikið fyrir luktum dyrum.

AGF og Randers eigast við í fyrsta leik og verður hann sýndur beint í sjónvarpinu. Rétt eins og aðrir leikir verður þessi fyrir luktum dyrum, en myndbandskerfi Zoom verður notað til að færa stuðningsmenn nær leikmönnum.

Komið verður fyrir risaskjáum á heimavelli AGF og geta stuðningsmenn keypt sér miða á leikinn og valið sér sæti, án þess að mega þó mæta. Stuðningsmenn verða sýndir á risaskjáum á vellinum svo leikmenn taki eftir þeim.

„Þetta er á margan hátt sögulegur leikur. Þetta er fyrsti leikurinn eftir langa pásu og við fögnum því með sögulegri stafrænni tilraun. Við erum stolt af því að vera fyrsta knattspyrnufélagið sem reynir þetta," segir Jacob Nielsen, stjórnandi hjá AGF.

Jón Dagur Þorsteinsson er á mála hjá AGF, sem vermir þriðja sæti dönsku deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner