Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref Laugardalsvallar - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
   þri 09. júní 2015 21:26
Magnús Már Einarsson
Fanndís: Ég er orðin gömul
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum búnir að bíða eftir þessu síðan að við unnum þær 3-1 í vetur. Þetta var virkilega sætt," sagði Fanndís Friðriksdóttir leikmaður Breiðabliks eftir 1-0 sigur á Stjörnunni í Pepsi-deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Stjarnan

„Við áttum skilið að vinna. Við vorum betri í dag. Hausinn var skrúfaður rétt á og allar voru tilbúnar að leggja sig 110% fram til að ná sigri á Stjörnunni hér á heimavelli."

Telma Hjaltalín Þrastardóttir skoraði eina markið eftir sendingu frá Fanndísi. Skömmu áður hafði Telma klúðrað dauðafæri eftir að Fanndís sendi hana í gegn.

„Ég var aðeins pirruð en ég vissi að hún myndi skora mark í þessum leik. Ég fann það á mér."

Fanndís átti frábæran leik í kvöld en hún fór meidd af velli þegar um tuttugu mínútur voru eftir.

„Ég er orðin gömul," sagði Fanndís og hló. „Ég veit ekki hvað er að. Ég verð klár í næsta leik. Ég gat ekki klárað leikinn 100% svo ég treysti öðrum til að klára leikinn."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner