Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   fös 09. júní 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Barca tókst að skrá nýjan samning Gavi hjá La Liga
Mynd: EPA

Barcelona samdi við miðjumanninn efnilega Gavi síðasta september en fékk ekki að skrá samninginn hjá La Liga útaf félagið hefði farið yfir fjárhagstakmörk deildarinnar


Félaginu hefur núna tekist að skrá samninginn hjá La Liga og er framtíð Gavi því ekki í hættu, þrátt fyrir orðróma sem orðuðu táninginn við að skipta á frjálsri sölu yfir í ensku úrvalsdeildina í sumar.

Gavi á nú þegar 96 leiki að baki á tveimur árum hjá Barcelona, þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára gamall. Hann verður 19 ára í ágúst og gildir nýi samningur hans við Barca til 2026.

Í nýja samningi hans er riftunarákvæði sem nemur einum milljarði evra. Það mun því reynast gríðarlega erfitt að kaupa Gavi burt frá félaginu á næstu árum.

Gavi á 19 leiki að baki fyrir spænska landsliðið eftir að hafa spilað 14 leiki fyrir yngri landsliðin.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner