Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
   fös 09. júní 2023 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Benzema kynntur fyrir framan 60 þúsund manns
Mynd: EPA

Karim Benzema var kynntur fyrir framan 60 þúsund stuðningsmen Al-Ittihad í gærkvöldi.


Það var vel tekið á móti honum á heimavelli félagsins sem er oft kallaður The Jewel. Þetta var mikið sjónarspil þar sem eldur og flugeldar komu við sögu.

„Ég vona að við gerum stóra hluti. Ég valdi Al-Ittihad því það er gott lið sem var að vinna titilinn og þið eruð með stórkostlega stuðningsmenn. Ég mun gera allt til að koma liðinu á hæsta stig," sagði Benzema.

Hann ætlar að vinna titla með liðinu en hann vann 25 titla með Real Madrid. Hann er önnur stórstjarnan til að spila í Sádí-Arabíu en Cristiano Ronaldo gekk til liðs við Al-Nassr í janúar.


Athugasemdir
banner
banner
banner