Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 09. júní 2023 16:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Góðar líkur á að Aron fari frá Horsens
Mynd: Horsens
Horsens féll úr dönsku úrvalsdeildinni um síðustu helgi á grátlegan hátt. Liðið gerði markalaust jafntefli við Lyngby sem hélt sér uppi með því að vera með betri markatölu en Horsens.

Í liði Horsens er Fjölnismaðurinn Aron Sigurðarson og hefur verið í tvö tímabil. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið en samkvæmt heimildum Fótbolta.net eru góðar líkur á því að hann spili annars staðar á næsta tímabili.

Samkvæmt heimildum er Aron að leitast eftir því að komast annað og hefur heyrst Horsens sé tilbúið að hleypa honum í burtu ef félagið fær nægilega gott tilboð í hann.

Aron er 29 ára miðjumaður sem átti frábært mót fram að vetrarfríi. Hann skoraði fimm mörk í fyrstu sautján umferðunum og var samkvæmt WyScout tölfræði besti miðjumaður deildarinnar.

Horsens gekk afleitlega eftir vetrarfrí og náði einungis í sex stig sem varð til þess að Lyngby náði að halda sæti sínu í deildinni. Aron skoraði eitt mark eftir áramót.
Athugasemdir
banner
banner