fös 09. júní 2023 10:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rice: Moyes er besti stjóri í sögu West Ham
Mynd: EPA
Fyrirliðinn Declan Rice hrósaði stjóranum David Moyes í hástert í sigurfögnuði West Ham í gær. Stuðningsmenn hylltu sína menn sem komu heim með Sambandsdeildarbikarinn frá Prag.

Rice, sem er orðaður í burtu frá Hömrunum, sagði eftirfarandi við Sky Sports: „Ég held líta þurfi á hann sem besta stjóra sem West Ham hefur haft."

„Það verður að horfa í kringumstæðurnar þegar hann kom fyrst inn, hélt okkur uppi tvisvar, höfum endað í sjötta og sjöunda sæti, komist í undanúrslit Evrópudeildarinnar og núna unum við bikarinn."

„Hann á skilið allt það kredit sem hann fær. Hann er topp maður,"
sagði Rice.

Miðjumaðurinn hefur verið orðaður við Arsenal, Bayern Munchen og fleiri félög.

Moyes á eitt ár eftir af samningi sínum við West Ham. Hann mun ræða framtíð sína við stjórnarformann West Ham í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner