Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 09. júní 2023 19:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ronaldo ekki í liði ársins - Ighalo fremstur
Mynd: Getty Images

Cristiano Ronaldo gekk til liðs við Al-Nassr í Sádí Arabíu í janúar eftir að hafa verið rekinn frá Manchester United.


Þessi 38 ára gamli Portúgali gekk til liðs við Al-Nassr þegar liðið var á toppi deildarinnar en liðið hafnaði að lokum í 2. sæti.

Ronaldo skoraði 14 mörk í 16 leikjum en það vekur athygli að hann komst ekki í lið ársins.

Odion Ighalo fyrrum leikmaður Manchester United er fremstur í liði ársins en hann skoraði 19 mörk í 26 leikjum fyrir Al-Hilal sem hafnaði í 3. sæti.

Ronaldo mætir hingað til lands ásamt landsliði Portúgals sem tekur á móti því íslenska á Laugardalsvelli 20 júní næstkomandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner