fös 09. júní 2023 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sævar varð fyrir gríðarlegu áfalli í vetur - „Var minn helsti stuðningsmaður"
Ég er ógeðslega stoltur að hafa tekið þátt í þessu og hafa ekki verið gæinn sem gafst upp og fór í janúar eins og nokkrir
Ég er ógeðslega stoltur að hafa tekið þátt í þessu og hafa ekki verið gæinn sem gafst upp og fór í janúar eins og nokkrir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég er rosalega stoltur að hafa komið sterkt til baka eftir þetta
Ég er rosalega stoltur að hafa komið sterkt til baka eftir þetta
Mynd: Getty Images
Hann mætti á hvern einasta Leiknisleik og var svo stoltur
Hann mætti á hvern einasta Leiknisleik og var svo stoltur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hann elskaði líka íslenska landsliðið og væri þvílíkt stoltur af mér núna að vera kominn þangað
Hann elskaði líka íslenska landsliðið og væri þvílíkt stoltur af mér núna að vera kominn þangað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sævar Atli Magnússon, leikmaður Lyngby í Danmörku og íslenska landsliðsins, var til viðtalsins í vikunni. Hann var spurður út í afrek Lyngby að hafa náð að halda sæti sínu í dönsku deildinni. Liðið var í nóvember sextán stigum frá öruggu sæti en tókst kraftaverkið og hélt sér uppi.

„Þetta er mesta afrek á mínum fótboltaferli, auðvitað er ég rosalega stoltur af þessu."

„Þetta var rosalega erfitt tímabil, við lendum í mörgum áföllum og ég persónulega lendi í áfalli. Að hafa horft á fyrirliðann okkar ná sér eftir sitt áfall í fyrra, það gerði rosalega mikið fyrir okkur - hann er einn besti karakter í heiminum. Ég lít svo mikið upp til hans og það er svo margt í þessu utan vallar sem gerir þennan árangur liðsins að svo miklu kraftaverki."

„Ég er ógeðslega stoltur að hafa tekið þátt í þessu og hafa ekki verið gæinn sem gafst upp og fór í janúar eins og nokkrir. Ég er ógeðslega stoltur að vera hluti af þessu liði"
sagði Sævar.

Hann kemur inn á áfallið sem fyrirliði liðsins, Marcel Römer, varð fyrir á síðasta ári þegar eiginkona hans lét lífið.

Sjá einnig:
„Ein magnaðasta mannvera sem ég hef kynnst á ævinni og ég lít upp til hans á hverjum einasta degi"

Missti mjög nákominn ættingja og mikinn stuðningsmann
Sævar nefndi einnig persónulegt áfall og var hann spurður hvort hann vildi ræða það.

„Í október veikist frændi minn skyndilega, bróðir mömmu minnar, Leiknismaður sem mætti á hvern einasta leik hjá mér á Íslandi, horfði á hvern einasta Lyngbyleik og ég talaði við hann eftir þá marga."

„Ég hitti hann í síðasta skiptið þegar ég kom í U21 leikinn á móti Tékklandi. Þá var hann orðinn frekar veikur og það vissi enginn hvað var að. Síðan greinist hann með ólæknandi krabbamein og sagt að hann ætti ár eftir. Daginn eftir greiningu fór hann í aðgerð og deyr."

„Þetta var á leikdag þegar við vorum að mæta Odense úti. Ég var búinn að heyra í honum viku áður og sagði honum að ég hlakkaði til að hitta hann aftur. Hann sagði mér hversu gaman það væri að fylgjast með mér. Hann var þannig að hann vildi ekki tala um sjálfan sig, talaði alltaf um mig. Ég spilaði meira að segja leikinn en man ekkert eftir leiknum."

„Ég fékk að fara heim til Íslands daginn eftir og var þar í viku. Við áttum einhverja 4-5 leiki eftir fyrir vetrarfrí og ég gat ekkert í þeim leikjum,"
sagði Sævar sem er þakklátur Lyngby fyrir þeirra aðstoð á erfiðum tímum.

Þvílíkt stoltur af Sævari
„Hann var minn helsti stuðningsmaður í fótboltanum. Það var ógeðslega erfitt að fá ekki að kveðja hann og fá ekki að vera á Íslandi í gegnum þetta allt. Það var rosa gott að vera með Freysa á þessum tímapunkti og Alfreð og Kolla í kringum mig. Ég reyndi að opna mig en þetta hafði mikil áhrif á mig, líka í vetrarfríinu og inn í janúar og febrúar."

„Ég held að síðasti leikurinn sem hann sá hafi verið gegn Bröndby og þá sendi hann mér að sjálfsögðu skilaboð eftir leik... Hann mætti á hvern einasta Leiknisleik og var svo stoltur, hann elskaði líka íslenska landsliðið og væri þvílíkt stoltur af mér núna að vera kominn þangað."

„Hann kom út á Lyngby leik úti, ég á þá minningu. Hann var búinn að plana að koma líka út á leik í Superliga en náði því ekki. Hann mætti á hvern einasta Leiknisleik, yngri flokka mót og allt, horfði á hvern einasta Lyngby leik. Þegar hann var að vinna þá horfði hann á leiki á tímaflakki. Hann var svo stoltur og minn stærsti aðdáandi fyrir utan kannski pabba


Stoltur af sér að hafa komið sterkt til baka
„Núna, í hvert einasta skipti sem ég stíg á fótboltavöllinn, þá veit ég fyrir hvern ég er að spila; fyrir fjölskylduna, og hann sérstaklega. Þetta var rosalega erfitt og ég er rosalega stoltur að hafa komið sterkt til baka eftir þetta, að hafa staðið mig svona vel. Ég veit að hann er þvílíkt stoltur af mér."

„Ég er þvílíkt stoltur, en þegar ég lít til baka er ógeðslega sárt að hafa ekki getað verið með honum síðustu dagana og hafa ekki fengið að kveðja hann almennilega,
sagði Sævar.

Sjá einnig:
Freysi um Sævar: Einn af betri leikmönnum deildarinnar í vor
Sævar Atli: Mesta afrek á mínum fótboltaferli
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner