Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   sun 09. júní 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Luis Alberto fer til Katar
Mynd: Getty Images
Luis Alberto, leikmaður Lazio á Ítalíu, er á leið til Al-Duhail í Katar, en þetta staðfestir ítalski blaðamaðurinn Matteo Moretto.

Spænski sóknartengiliðurinn staðfesti í lok tímabils að hann yrði ekki áfram í herbúðum Lazio.

Alberto er 31 árs gamall og hefur spilað síðustu átta ár hjá Lazio, en áður lék hann með Liverpool, Malaga, Deportivo La Coruna og Sevilla.

Matteo Moretto sagði á X að Alberto sé á leið til Al-Duhail í Katar, en hann mun ferðast í næstu viku og gangast undir læknisskoðun áður en hann skrifar undir samning við félagið.

Al-Duhail hafnaði í 6. sæti stjörnudeildar Katar á síðasta tímabili, en það hefur unnið deildina átta sinnum í sögunni, síðast tímabilið 2022-2023.
Athugasemdir
banner
banner