Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
banner
   sun 09. júní 2024 15:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Segir að Tuchel taki ekki við af Ten Hag
Mynd: EPA

Thomas Tuchel verður ekki næsti stjóri Manchester United en frá þessu greinir Fabrizio Romano.


Tuchel var í viðræðum við United en ákvað að fara ekki lengra með það. Hann vill taka sér pásu frá þjálfun.

Framtíð Erik ten Hag er í mikilli óvissu en ásamt Tuchel hafa Gareth Southgate, Mauricio Pochettino og Roberto De Zerbi verið orðaðir við félagið.

Tuchel var stjóri Bayern á síðustu leiktíð en var látinn taka pokann sinn eftir slæmt gengi en liðið hafnaði í 3. sæti sem er langt frá því að vera ásættanlegt.

Þessi fimmtugi Þjóðverji þekkir vel til á Englandi en hann stýrði Chelsea tímabilið 2021-2022.


Athugasemdir
banner
banner