Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 09. júlí 2019 21:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pepsi Max-kvenna: Blikar upp að hlið Vals - Grace kom KR af botninum
Grace skoraði sigurmark KR í kvöld.
Grace skoraði sigurmark KR í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikir hófust klukkan 19:15 í Pepsi Max-deild kvenna. Breiðablik gat jafnað Val á toppnum með sigri á Fylki og þá tók KR á móti Stjörnunni í Vesturbænum,

Selfoss vann ÍBV í fyrsta leik kvöldsins í Eyjum.

Nóg var af færum í Vesturbænum. Bæði lið fengu fínustu tækifæri en staðan var markalaus í hálfleik og hún var einnig markalaus þegar skammt lifði leiks. Jasmín Erla Ingadóttir átti skot rétt framhjá marki KR þegar skammt lifði venjulegs leiktíma.

Í kjölfarið skoruðu svo KR sigurmark leiksins. „1-0!!Fær boltann með bakið í markið. Náði að snúa sér og kemur boltanum í netið! Sýndist boltinn hafa komið við varnarmann en Grace á þetta!" skrifaði Alexandra Bía Sumarliðadóttir í beinni textalýsingu frá leiknum.

Enn tekst Stjörnunni ekki að skora en liðið hefur ekki skorað í síðustu fimm deildarleikjum.

Á Kópavogsvelli tók Breiðablik á móti Fylki. Breiðablik leiddi með tveimur mörkum í hálfleik og bætti við öðrum þremur í seinni hálfleik.

Þær Berglind Björg Þorvaldsdóttir 2x, Alexandra Jóhannsdóttir 2x og Agla María Albertsdóttir sáu um markaskorun Blika í leiknum í kvöld. Þá lagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir upp þrjú mörk.

Sigurinn fleytir Blikum upp á topp deildarinnar. Blikar jafna Val að stigum en eru með verri markatölu.

Sigur KR fleytir liðinu upp í 7. sæti deildarinnar. Liðið er nú með sjö stig, stigi meira en botnlið HK/Víkingur og Keflavík.

KR 1 - 0 Stjarnan
1-0 Grace Maher ('90)
Lestu nánar um leikinn

Breiðablik 5 - 0 Fylkir
1-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('5)
2-0 Agla María Albertsdóttir ('44)
3-0 Alexandra Jóhannsdóttir ('50)
4-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('53)
5-0 Alexandra Jóhannsdóttir ('68)
Lestu nánar um leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner