Toney fer ekki í janúar - Lewandowski ákveður framtíðina bráðlega - Munoz dreymir um Man Utd - Bayern og Dortmund keppast um De Cat
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   fim 09. júlí 2020 20:49
Anton Freyr Jónsson
Atli Sveinn: Rosalega erfið fæðing
Atli Sveinn Þórarinsson annar þjálfari Fylkis
Atli Sveinn Þórarinsson annar þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir mætti KA mönnum á Würth vellinum í kvöld og endaði leikurinn með 4-1 sigri Fylkis og var Atli Sveinn að mæta sínum gömlu félögum í KA og var hann spurður hvort það væri ekki exta sætt að sigra sína gömlu félaga.

Lestu um leikinn: Fylkir 4 -  1 KA

„Það er ekkert extra sætt þannig, við förum í hvern leik til að vinna og þurftum að undirbúa okkur rosalega vel á móti þessu KA liði sem er erfitt að mæta. Þó þetta hafi endað 4-1 þá var þetta rosalega erfið fæðing og við þurftum að hafa mikið fyrir þessu og gerðum það vel."

KA menn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik út á velli en Fylkismenn koma grimmari í síðari hálfleikinn og var Atli spurður hvort þeir hafi gert áherslubreytingar inn í hálfleiknum.

„Við ákváðum að láta boltan ganga aðeins hraðar á milli kanta og vorum kannski svolítið mikið að taka fyrsta séns í sóknunum okkar. Ákváðum að reyna teygja aðeins betur á þeim, færa hann oftar milli kanta og á endanum náum við að opna þá og það gaf góða raun."

Djair Parfitt-Williams var öflugur í sóknarleik Fylkis í kvöld og gerði oft KA mönnum lífið leitt. Atli var spurður hvort það væri ekki lúxus að fá svona leikmann í útlendingalottóinu.

„Jú, en það eru ekki allir sem töluðu um kannski lúxus útlending eftir fyrstu 2 leikina. Við vissum alveg hvað við hefðum í honum. Þetta er leikmaður sem getur tekið menn 1 á 1 og getur skotið eins og hann sýndi í dag."

Valdimar Þór Ingimundarson hefur byrjað mótið með bombu. Hversu mikilvægur er hann fyrir Fylkisliðið?

„Hann er auðvitað mjög mikilvægur eins og allir, er þetta ekki liðsíþrótt?"

Ólafur Ingi Skúlason var ekki í leikmannahóp Fylkis í kvöld og var Atli spurður út í hans fjarveru.

„Hann er tæpur aftan í læri, fór í myndartöku í dag og vonandi kemur hann fljótt aftur á völlinn, við ætluðum að spila honum en lærið gaf sig á æfingu í gær."


Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner