Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fim 09. júlí 2020 20:49
Anton Freyr Jónsson
Atli Sveinn: Rosalega erfið fæðing
Atli Sveinn Þórarinsson annar þjálfari Fylkis
Atli Sveinn Þórarinsson annar þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir mætti KA mönnum á Würth vellinum í kvöld og endaði leikurinn með 4-1 sigri Fylkis og var Atli Sveinn að mæta sínum gömlu félögum í KA og var hann spurður hvort það væri ekki exta sætt að sigra sína gömlu félaga.

Lestu um leikinn: Fylkir 4 -  1 KA

„Það er ekkert extra sætt þannig, við förum í hvern leik til að vinna og þurftum að undirbúa okkur rosalega vel á móti þessu KA liði sem er erfitt að mæta. Þó þetta hafi endað 4-1 þá var þetta rosalega erfið fæðing og við þurftum að hafa mikið fyrir þessu og gerðum það vel."

KA menn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik út á velli en Fylkismenn koma grimmari í síðari hálfleikinn og var Atli spurður hvort þeir hafi gert áherslubreytingar inn í hálfleiknum.

„Við ákváðum að láta boltan ganga aðeins hraðar á milli kanta og vorum kannski svolítið mikið að taka fyrsta séns í sóknunum okkar. Ákváðum að reyna teygja aðeins betur á þeim, færa hann oftar milli kanta og á endanum náum við að opna þá og það gaf góða raun."

Djair Parfitt-Williams var öflugur í sóknarleik Fylkis í kvöld og gerði oft KA mönnum lífið leitt. Atli var spurður hvort það væri ekki lúxus að fá svona leikmann í útlendingalottóinu.

„Jú, en það eru ekki allir sem töluðu um kannski lúxus útlending eftir fyrstu 2 leikina. Við vissum alveg hvað við hefðum í honum. Þetta er leikmaður sem getur tekið menn 1 á 1 og getur skotið eins og hann sýndi í dag."

Valdimar Þór Ingimundarson hefur byrjað mótið með bombu. Hversu mikilvægur er hann fyrir Fylkisliðið?

„Hann er auðvitað mjög mikilvægur eins og allir, er þetta ekki liðsíþrótt?"

Ólafur Ingi Skúlason var ekki í leikmannahóp Fylkis í kvöld og var Atli spurður út í hans fjarveru.

„Hann er tæpur aftan í læri, fór í myndartöku í dag og vonandi kemur hann fljótt aftur á völlinn, við ætluðum að spila honum en lærið gaf sig á æfingu í gær."


Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner