Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   fim 09. júlí 2020 20:49
Anton Freyr Jónsson
Atli Sveinn: Rosalega erfið fæðing
Atli Sveinn Þórarinsson annar þjálfari Fylkis
Atli Sveinn Þórarinsson annar þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir mætti KA mönnum á Würth vellinum í kvöld og endaði leikurinn með 4-1 sigri Fylkis og var Atli Sveinn að mæta sínum gömlu félögum í KA og var hann spurður hvort það væri ekki exta sætt að sigra sína gömlu félaga.

Lestu um leikinn: Fylkir 4 -  1 KA

„Það er ekkert extra sætt þannig, við förum í hvern leik til að vinna og þurftum að undirbúa okkur rosalega vel á móti þessu KA liði sem er erfitt að mæta. Þó þetta hafi endað 4-1 þá var þetta rosalega erfið fæðing og við þurftum að hafa mikið fyrir þessu og gerðum það vel."

KA menn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik út á velli en Fylkismenn koma grimmari í síðari hálfleikinn og var Atli spurður hvort þeir hafi gert áherslubreytingar inn í hálfleiknum.

„Við ákváðum að láta boltan ganga aðeins hraðar á milli kanta og vorum kannski svolítið mikið að taka fyrsta séns í sóknunum okkar. Ákváðum að reyna teygja aðeins betur á þeim, færa hann oftar milli kanta og á endanum náum við að opna þá og það gaf góða raun."

Djair Parfitt-Williams var öflugur í sóknarleik Fylkis í kvöld og gerði oft KA mönnum lífið leitt. Atli var spurður hvort það væri ekki lúxus að fá svona leikmann í útlendingalottóinu.

„Jú, en það eru ekki allir sem töluðu um kannski lúxus útlending eftir fyrstu 2 leikina. Við vissum alveg hvað við hefðum í honum. Þetta er leikmaður sem getur tekið menn 1 á 1 og getur skotið eins og hann sýndi í dag."

Valdimar Þór Ingimundarson hefur byrjað mótið með bombu. Hversu mikilvægur er hann fyrir Fylkisliðið?

„Hann er auðvitað mjög mikilvægur eins og allir, er þetta ekki liðsíþrótt?"

Ólafur Ingi Skúlason var ekki í leikmannahóp Fylkis í kvöld og var Atli spurður út í hans fjarveru.

„Hann er tæpur aftan í læri, fór í myndartöku í dag og vonandi kemur hann fljótt aftur á völlinn, við ætluðum að spila honum en lærið gaf sig á æfingu í gær."


Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner