Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   fim 09. júlí 2020 20:49
Anton Freyr Jónsson
Atli Sveinn: Rosalega erfið fæðing
Atli Sveinn Þórarinsson annar þjálfari Fylkis
Atli Sveinn Þórarinsson annar þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir mætti KA mönnum á Würth vellinum í kvöld og endaði leikurinn með 4-1 sigri Fylkis og var Atli Sveinn að mæta sínum gömlu félögum í KA og var hann spurður hvort það væri ekki exta sætt að sigra sína gömlu félaga.

Lestu um leikinn: Fylkir 4 -  1 KA

„Það er ekkert extra sætt þannig, við förum í hvern leik til að vinna og þurftum að undirbúa okkur rosalega vel á móti þessu KA liði sem er erfitt að mæta. Þó þetta hafi endað 4-1 þá var þetta rosalega erfið fæðing og við þurftum að hafa mikið fyrir þessu og gerðum það vel."

KA menn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik út á velli en Fylkismenn koma grimmari í síðari hálfleikinn og var Atli spurður hvort þeir hafi gert áherslubreytingar inn í hálfleiknum.

„Við ákváðum að láta boltan ganga aðeins hraðar á milli kanta og vorum kannski svolítið mikið að taka fyrsta séns í sóknunum okkar. Ákváðum að reyna teygja aðeins betur á þeim, færa hann oftar milli kanta og á endanum náum við að opna þá og það gaf góða raun."

Djair Parfitt-Williams var öflugur í sóknarleik Fylkis í kvöld og gerði oft KA mönnum lífið leitt. Atli var spurður hvort það væri ekki lúxus að fá svona leikmann í útlendingalottóinu.

„Jú, en það eru ekki allir sem töluðu um kannski lúxus útlending eftir fyrstu 2 leikina. Við vissum alveg hvað við hefðum í honum. Þetta er leikmaður sem getur tekið menn 1 á 1 og getur skotið eins og hann sýndi í dag."

Valdimar Þór Ingimundarson hefur byrjað mótið með bombu. Hversu mikilvægur er hann fyrir Fylkisliðið?

„Hann er auðvitað mjög mikilvægur eins og allir, er þetta ekki liðsíþrótt?"

Ólafur Ingi Skúlason var ekki í leikmannahóp Fylkis í kvöld og var Atli spurður út í hans fjarveru.

„Hann er tæpur aftan í læri, fór í myndartöku í dag og vonandi kemur hann fljótt aftur á völlinn, við ætluðum að spila honum en lærið gaf sig á æfingu í gær."


Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner