Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 09. júlí 2020 14:22
Elvar Geir Magnússon
Fyrsta æfing Stjörnunnar eftir sóttkví
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan heimsækir Val á mánudaginn í Pepsi Max-deild karla en það verður fyrsti leikur Garðabæjarliðsins síðan leikmaður liðsins greindist með kórónaveiruna.

Liðið hefur verið í sóttkví en losnar úr henni í dag og mun taka sína fyrstu æfingu seinni hluta dagsins.

Flest lið deildarinnar hafa leikið fimm leiki en Stjarnan er aðeins búin að leika tvo. Garðabæjarliðið fór vel af stað í deildinni og vann báða leikina.

Búið er að raða þeim leikjum Stjörnunnar sem var frestað.

Hér má nálgast stöðuna og leikjadagskrá

Kvennalið Breiðabliks og KR voru einnig í sóttkví en gátu æft að nýju í gær og spila í bikarkeppninni á morgun.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner