Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 09. júlí 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Allt í rugli í Barcelona - Einn sá efnilegasti æfir ekki
Það er vesen með samninga Messi og Moriba. Á þessari mynd heldur Moriba á argentíska snillingnum.
Það er vesen með samninga Messi og Moriba. Á þessari mynd heldur Moriba á argentíska snillingnum.
Mynd: Getty Images
Það er mikið vesen í gangi í Barcelona þessa stundina.

Félagið hefur tekið gríðarlega slæmar fjárhagslegar ákvarðanir síðustu ár og situr núna í súpunni. Félagið hefur samið við Eric Garcia, Sergio Aguero og Memphis Depay fyrir næstu leiktíð en getur ekki skráð þá í hópinn.

Að sögn Goal þá eru launatölur Barcelona alltof háar miðað við reglur spænsku úrvalsdeildarinnar.

Barcelona er að reyna að losa sig við leikmenn eins og Samuel Umtiti, Philippe Coutinho og Miralem Pjanic. En það gengur hægt enda eru þessir leikmenn með gríðarlega há laun.

Barcelona á eftir að semja við Lionel Messi - einn besta fótboltamann allra tíma - fyrir næstu leiktíð. Samningamál Messi hafa verið mikið í fréttum síðustu ár en Börsungar vonast til að endursemja við hann til 2023. Til þess að gera það, þá þarf félagið að minna launaskrá sína.

Það er ekki bara vandræði með samning Messi. Ilaix Moriba, einn efnilegasti leikmaður félagsins, er að verða samningslaus næsta sumar. The Athletic segir að Moriba æfi ekki með aðalliðinu á undirbúningstímabilinu vegna samningamála hans.

Barcelona gæti þurft að selja hann í sumar til að missa hann ekki frítt næsta sumar. Það yrði mikið áfall fyrir Börsunga enda gríðarlega efnilegur uppaldur miðjumaður sem á framtíðina fyrir sér - alveg klárlega. Moriba er aðeins 18 ára en hann kom við sögu í 18 keppnisleikjum með Barcelona á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner