Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 09. júlí 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Celtic reynir að fá Ben Davies frá Liverpool
Mynd: Getty Images
Cetlic hefur áhuga á að fá miðvörðinn Ben Davies frá Liverpool samkvæmt fjölmiðlum á Bretlandi. Celtic reyndi að fá Davies frá Preston í janúar en Liverpool hafði þá betur.

Davies var nokkrum sinnum á varmannabekknum en kom ekkert við sögu hjá Liverpool seinni hluta tímabilsins.

Liverpool er búið að fá Ibrahima Konata frá RB Leipzig og Virgil van Dijk er að snúa til baka eftir meiðsli. Það er því ólíklegt að Davies verði í einhverju hlutverki hjá Liverpool í vetur.

Celtic vill fá Davies á lánssamningi út komandi leiktíð með möguleika á að kaupa leikmanninn í kjölfarið.

Celtic tekur þátt í forkeppni Meistaradeildarinnar og mætir Midtjylland eftir tæpar tvær vikur. Ange Postecoglou, nýr stjóri Celtic, vill styrkja vörnina fyrir þann leik.

Davies verður 26 ára eftir rúman mánuð. Liverpool keypti hann í vetur þar sem fjöldi varnarmanna glímdi við meiðsli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner