fös 09. júlí 2021 09:21
Elvar Geir Magnússon
Van Gaal að taka við Hollandi
Van Gaal er 69 ára.
Van Gaal er 69 ára.
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal, fyrrum stjóri Manchester United, færist nær því að vera ráðinn landsliðsþjálfari Hollands í þriðja sinn.

Hann hefur fundað með hollenska knattspyrnusambandinu.

Samkvæmt fjölmiðlum í landinu var fundað á heimili Van Gaal í Portúgal.

Frank de Boer hætti með liðið eftir tap gegn Tékklandi í 16-liða úrslitum EM alls staðar þann 27. júní.

Van Gaal hætti fyrst sem landsliðsþjálfari Hollands 2002 eftir að liðinu mistókst að komast á HM. En hann mætti aftur 2012 og þá gekk betur. Hann stýrði Hollandi í þriðja sæti á HM 2014.
Athugasemdir
banner
banner
banner