Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
   þri 09. júlí 2024 11:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea í viðræðum um kaup á Adeyemi
Karim Adeyemi.
Karim Adeyemi.
Mynd: Getty Images
Chelsea er í viðræðum um kaup á framherjanum Karim Adeyemi frá Borussia Dortmund.

Þýski blaðamaðurinn Christian Falk segir að Chelsea sé að ræða við umboðsmenn leikmannsins en Lundúnafélagið er að vinna í því að sannfæra Adeyemi um að skipta yfir.

Það er talið að Dortmund sé tilbúið að leyfa leikmanninum að fara fyrir um 30 milljónir evra.

Adeyemi gekk í raðir Dortmund frá Salzburg sumarið 2022 og hefur hann skorað 14 mörk í 66 leikjum. Það hefur oft vantað upp á stöðugleikann hjá honum.

Ítölsku félögin AC Milan og Juventus hafa einnig sýnt hinum 22 ára gamla Adeyemi áhuga.
Athugasemdir
banner