Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
   þri 09. júlí 2024 14:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stefán Teitur í Preston (Staðfest) - „Best með klökum"
Genginn í raðir Preston.
Genginn í raðir Preston.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Teitur Þórðarson er genginn í raðir Preston en enska félagið tilkynnti um komu hans rétt í þessu. Preston kaupir Stefán frá Silkeborg þar sem Stefán átti hálft ár eftir af samningi og er Preston sagt greiða um 700 þúsund evrur fyrir íslenska landsliðsmanninn.

Stefán var kynntur með skemmtilegu myndbandi á samfélagsmiðlum Preston. Þar sést Mads Frøkjær-Jensen, leikmaður Preston, fá sér gosdrykk með klökum og taka svo víkingaklappið. Við færsluna er skrifað 'Best served with ice'. Hann var orðaður við bæði Derby og QPR áður en Preston blandaði sér inn í baráttuna um helgina.

Stefán sem er 25 ára miðjumaður skrifar undir þriggja ára samning við Preston ef hann fær atvinnuleyfi. Stefán hafði verið hjá Silkeborg í fjögur ár, skrifaði undir þar haustið 2020 eftir gott tímabil með uppeldisfélaginu ÍA.

Hann á að baki 20 landsleiki og kom við sögu í sigrinum frækna gegn Englandi á Wembley í síðasta mánuði.

„Ég er hæstánægður. Ég er mjög stoltur að vera ganga í raðir svona stórs félags. Þetta er draumur fyrir mig. Championship deildin er ein af þeim sem ég hef haft augastað á. Að spila fyrir félag eins og Preston eru forréttindi. Ég er spenntur að hitta liðið á Spáni, hitta hópinn, starfsfólkið og komast inn í hlutina," segir Stefán.

„Stefán vakti athygli njósnara okkar og eftir að hann kom fyrst upp þá höfum við fylgst náið með honum. Ég ræddi við hann og hélt kynningu fyrir hann, sýndi hvar hann getur passað inn í okkar kerfi og hann var mjög spenntur fyrir því. Við vitum að það voru nokkur önnur félög úr deildinni sem reyndu að fá hann svo það er frábært að hann valdi okkur, og félagið á skilið kredit fyrir það."

„Eins og Stefán hefur séð á myndböndum á samfélagsmiðlum þá er Stefán kraftmikill, sterkur og nýtir líkamann vel. Hann mun koma með aðra vídd inn í okkar lið,"
segir Ryan Lowe sem er stjóri Preston. Preston endaði í 10. sæti Championship deildarinnar á liðnu tímabili.


Athugasemdir
banner
banner
banner