Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 09. ágúst 2021 20:13
Brynjar Ingi Erluson
Bjarni Jó í leyfi frá Njarðvík - Gummi Steinars stígur inn
Bjarni Jóhannsson er í tímabundnu veikindaleyfi
Bjarni Jóhannsson er í tímabundnu veikindaleyfi
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Bjarni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur í 2. deild karla, hefur óskað eftir tímabundnu veikindaleyfi frá því að þjálfa liðið en Hólmar Örn Rúnarsson og Guðmundur Steinarsson munu stýra liðinu í fjarveru hans.

Bjarni er að glíma við brjósklos í hálsi síðustu vikur og óskaði eftir því að fá tímabundið leyfi frá vinnu. Stjórn knattspyrnudeildar Njarðvíkur varð við þeirri ósk.

Guðmundur Steinarsson mun koma inn í þjálfarateymið og aðstoða Hólmar Örn.

Hann spilaði þrjú tímabil með Njarðvík áður en hann lagði skóna á hilluna. Guðmundur var spilandi þjálfari liðsins en var látinn fara í ágúst árið 2016.

Guðmundur er nú mættur aftur til Njarðvíkur og mun halda utan um taumana ásamt Hólmari á meðan Bjarni jafnar sig af veikindunum.

Njarðvík er í 5. sæti deildarinnar með 23 stig.
Athugasemdir
banner