Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 09. ágúst 2022 16:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mónakó eignast fleira stuðningsfólk fyrir kvöldið
Adrien Rabiot, miðjumaður Juventus.
Adrien Rabiot, miðjumaður Juventus.
Mynd: Getty Images
Manchester United er að vinna í því að kaupa miðjumanninn Adrien Rabiot frá Juventus.

Fimmtán milljóna punda tilboði United hefur verið tekið en enska félagið þarf nú að ná samningum við móður Rabiot sem jafnframt er umboðsmaður hans.

Nýjustu fréttir herma samt sem áður að Veronique, móðir leikmannsins, sé að fylgjast með úrslitum í leik hjá Mónakó í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Hún ætlar að sjá hvort Mónakó komist áfram gegn PSV Eindhoven í Meistaradeildinni áður en hún tekur ákvörðun um Man Utd sem er ekki í Meistaradeildinni. Mónakó hefur líka áhuga á Rabiot.

Þessar fréttir hafa orðið til þess að nokkrir stuðningsmenn Man Utd hafa lýst yfir stuðningi við Mónakó á samfélagsmiðlum. Þessi mögulegu félagaskipti Rabiot til United eru nefnilega ekki sérlega vinsæl hjá stuðningsfólki enska stórliðsins.

Stór hluti stuðningsfólks vill ekki sjá Rabiot og lítur jákvæðari augum á Cody Gakpo, 23 ára gamlan framherja PSV, sem hefur verið nokkuð orðaður við United í dag.

Staðan er 1-1 í einvígi PSV og Mónakó. Seinni leikurinn fer fram í Hollandi í kvöld.

Sjá einnig:
Rabiot kemur í pakkadíl - Móðir hans sögð mjög erfið í samskiptum
Man Utd að sækja óvinsælasta leikmann Juventus - „Mun losa Juve við mörg vandamál"






Athugasemdir
banner
banner