Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 09. ágúst 2022 10:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stuðningsfólk Barcelona varð sér til skammar
Martin Braithwaite.
Martin Braithwaite.
Mynd: Getty Images
Danski landsliðsmaðurinn Martin Braithwaite fékk óblíðar móttökur hjá stuðningsfólki Barcelona er hann var kynntur til leiks hjá félaginu fyrir komandi leiktíð.

Það var baulað á Braithwaite er hann skokkaði inn á Nývang og voru nokkrir aðilar með löngutöng á lofti.

En það má með sanni segja að þarna hafi stuðningsfólk Barcelona orðið sér til skammar.

Braithwaite hefur nefnilega ekkert gert til þess að verðskulda svona móttökur frá stuðningsfólki félagsins.

Eins og vel hefur verið fjallað um þá er Barcelona í miklum fjárhagsvandræðum. Félagið er að reyna að losa sig vð ákveðna leikmenn svo félagið geti skráð nýja leikmenn í hóp sinn. Braithwaite er einn af þeim leikmönnum sem Barcelona vill losna við. Börsungar vilja helst rifta samningi við hann en Braithwaite vill þá fá síðustu tvö árin af samningi sínum borguð, sem er skiljanlegt. Þetta er Barcelona ósátt við, en það er ekki hægt að segja annað en að þetta sé skiljanleg afstaða hjá leikmanninum.

Hann vill bara fá það borgað sem félagið samþykkti að greiða honum þegar það samdi við hann á sínum tíma og hann á ekki skilið slíkar móttökur sem má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.

Sjá einnig:
Barcelona hótar því að fara í mál við De Jong og hans teymi


Barcelona á gjörgæslu en hættir ekki að kaupa - Hvað er í gangi?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner