Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 09. ágúst 2022 16:18
Elvar Geir Magnússon
Werner til RB Leipzig (Staðfest)
Þýski sóknarmaðurinn Timo Werner hefur sent stuðningsmönnum Chelsea opið bréf þar sem hann þakkar þeim fyrir samveruna gegnum árin tvö og kveður félagið.

Werner er kominn aftur til RB Leipzig, 24 mánuðum eftir að hann kvaddi og var keyptur til Chelsea fyrir 45 milljónir punda. Leipzig kaupir hann nú aftur fyrir um 25 milljónir punda.

Werner er 26 ára og skorað 23 mörk í 89 leikjum fyrir Chelsea í öllum keppnum. Hann vann Meistaradeildina með liðinu 2021.

Hann skoraði 95 mörk í 159 leikjum í öllum keppnum fyrir Leipzig á sínum tíma en náði ekki eins góðri tölfræði í enska boltanum.



Athugasemdir
banner