Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
   fös 09. ágúst 2024 06:00
Fótbolti.net
Hugarburðarbolti farinn í gang - Veglegir vinningar
Mynd: Gunnar Georgs
Hlaðvarpsþátturinn Hugarburðarbolti byrjaði aftur að rúlla í í vikunni.
Þaulreyndu fantasy spilararnir Gunnar Georgsson, Halldór Anton Jóhannesson og Vignir Már Eiðsson deila með hlustendum góðum ráðum um hvernig er best að spila leikinn og hvaða leikmenn gefa flestu fantasy stigin.

Nýr þáttur fyrir hverja umferð í deildinni. Hver umferð í ensku deildinni sem er vinsælasta deild í heimi verður rædd.

Hugarburðarbolti er að sjálfsögðu með fantasy deild. Þetta verður flottasta fantasy deild landsins. Það verða veglegir vinningar frá TA sport Travel fyrir efstu sætin í deildinni (www.tasport.is) ásamt því að sigurvegari hverrar umferðar fær vinning frá Pottinum og Pönnunni eða Dúos.

Við hlökkum til að fá ykkur í deildina okkar kæru fantasy spilarar. Kóðinn í deildina er zmgv1y

Gleðilegt nýtt fantasy tímabil.
Hugarburðarbolti Upphitun
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner