Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
banner
   fös 09. ágúst 2024 10:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tottenham alvara með áhuga sínum á Solanke
Mynd: Getty Images
Tottenham er komið vel á veg í viðræðum við Bournemouth um kaup á framherjanum Dominic Solanke.

Spurs sendi sína fyrstu fyrirspurn seint í gærkvöldi og eru málin að þróast hratt.

Solanke er með riftunarákvæði sem nemur 65 milljónum punda sem gildir einungis fyrir ákveðin félög. Í umfjöllun Sky Sports segir ekki hvort að sú klásúla gildi um Tottenham.

Tottenham er í leit að framherja, það er aðalmarkmið félagsins að krækja í einn slíkan fyrir komandi átök í vetur.

Solanke átti sitt besta tímabil á ferlinum á síðustu leiktíð þegar hann skorað 19 mörk í úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner