HK-ingar unnu góðan 2 - 0 sigur á Þórsurum í dag, HK-ingar voru sterkari aðilinn og unnu verðskuldaðan sigur. " Við vorum yfir á öllum sviðum leiksins í dag, það var hörkubarátta í leiknum í dag og ég er virkilega stoltur af strákunum eftir frammistöðu"
Lestu um leikinn: HK 2 - 0 Þór
Varnarleikur HK-inga var frábær í dag og Þórsarar sköpuðu sér lítið sem ekki neitt. " Við vorum að spila á móti góðu Þórsliði, við héldum þeim niðri í dag og er ég hrikalega stoltur af því"
"Það er búinn að vera góður stígandi hjá okkur í seinni umferðinni og við ætlum bara að halda áfram fulla ferð og halda áfram að bæta frammistöðurnar"
Viðtalið má sjá hér í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir