Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mán 09. september 2019 13:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tirana, Albanía
Jón Daði: Ræðst örugglega á einhverjum smáatriðum
Icelandair
Jón Daði var á skotskónum gegn Moldóvu.
Jón Daði var á skotskónum gegn Moldóvu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland fagnar marki.
Ísland fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mikilvægt fyrst og fremst," segir sóknarmaðurinn Jón Daði Böðvarsson um 3-0 sigurinn á Moldóvu í undankeppni EM 2020. Leikurinn fór fram síðasta laugardag, en núna er liðið mætt til Albaníu. Á morgun leikum við mikilvægan leik gegn Albaníu.

Jón Daði skoraði sitt þriðja landsliðsmark gegn Moldóvu, hans fyrsta landsliðsmark síðan á Evrópumótinu fyrir þremur árum.

„Það er fínt að ná þessu marki eftir langa bið, fínt upp á sjálfstraustið að gera. Það er hlutverk mitt í þessari stöðu sem ég er í, að skora mörk. Ef ég geri það ekki, þá verð ég alla vega að gera allt hitt rétt líka, allar hinar hliðarnar sem fylgja þessu. Þetta er frábært lið að vera í. Ég reyni alltaf að skila mínu eins vel og ég get."

Kolbeinn Sigþórsson byrjaði frammi með Jóni Daða gegn Moldóvu og voru þeir báðir á skotskónum. Hvort er það betra að vera einn frammi eða með einhvern með sér?

„Það er misjafnt. Það fer mikið eftir þeim leikjum sem við erum að spila og hvernig liðum við erum að spila á móti. Mér líður vel í þessu leikkerfi eins og hverju öðru."

„Það var líka gott að spila með Kolla aftur. Það minnti mann á gamla tíma, góða tíma."

Verður virkilega erfiður leikur
„Þetta er ágætt," segir Jón um að vera kominn til Albaníu. „Það er stutt á milli leikja. Við erum komnir á þetta hótel og það er hvíld, næring og allur pakkinn til að ná orkunni til baka því þetta verður virkilega erfiður leikur á morgun."

Jón segist vera klár í slaginn fyrir leikinn gegn Albaníu, en búast má við miklum baráttuleik.

„Þeir eru sterkir á heimavelli og þeir nokkuð öflugir á móti okkur á Laugardalsvelli. Þetta verður öðruvísi leikur en gegn Moldóvu og ræðst örugglega á einhverjum smáatriðum. Við gerum okkar besta til að það verði okkur í vil."

Það er mikilvægt að taka stigin þrjú upp. Með sigri skiljum við Albaníu eftir og búum til þriggja hesta kapphlaup með Tyrklandi og Frakklandi um efstu tvo sætin í riðlinum.

„Algjörlega. Hvert einasta stig í þessum riðli er svakalega mikilvægt. Þau verða svakalega öflug stigin þrjú ef við náum sigri á morgun," sagði Jón Daði að lokum.
Athugasemdir
banner