Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   mán 09. september 2019 13:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tirana, Albanía
Jón Daði: Ræðst örugglega á einhverjum smáatriðum
Icelandair
Jón Daði var á skotskónum gegn Moldóvu.
Jón Daði var á skotskónum gegn Moldóvu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland fagnar marki.
Ísland fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mikilvægt fyrst og fremst," segir sóknarmaðurinn Jón Daði Böðvarsson um 3-0 sigurinn á Moldóvu í undankeppni EM 2020. Leikurinn fór fram síðasta laugardag, en núna er liðið mætt til Albaníu. Á morgun leikum við mikilvægan leik gegn Albaníu.

Jón Daði skoraði sitt þriðja landsliðsmark gegn Moldóvu, hans fyrsta landsliðsmark síðan á Evrópumótinu fyrir þremur árum.

„Það er fínt að ná þessu marki eftir langa bið, fínt upp á sjálfstraustið að gera. Það er hlutverk mitt í þessari stöðu sem ég er í, að skora mörk. Ef ég geri það ekki, þá verð ég alla vega að gera allt hitt rétt líka, allar hinar hliðarnar sem fylgja þessu. Þetta er frábært lið að vera í. Ég reyni alltaf að skila mínu eins vel og ég get."

Kolbeinn Sigþórsson byrjaði frammi með Jóni Daða gegn Moldóvu og voru þeir báðir á skotskónum. Hvort er það betra að vera einn frammi eða með einhvern með sér?

„Það er misjafnt. Það fer mikið eftir þeim leikjum sem við erum að spila og hvernig liðum við erum að spila á móti. Mér líður vel í þessu leikkerfi eins og hverju öðru."

„Það var líka gott að spila með Kolla aftur. Það minnti mann á gamla tíma, góða tíma."

Verður virkilega erfiður leikur
„Þetta er ágætt," segir Jón um að vera kominn til Albaníu. „Það er stutt á milli leikja. Við erum komnir á þetta hótel og það er hvíld, næring og allur pakkinn til að ná orkunni til baka því þetta verður virkilega erfiður leikur á morgun."

Jón segist vera klár í slaginn fyrir leikinn gegn Albaníu, en búast má við miklum baráttuleik.

„Þeir eru sterkir á heimavelli og þeir nokkuð öflugir á móti okkur á Laugardalsvelli. Þetta verður öðruvísi leikur en gegn Moldóvu og ræðst örugglega á einhverjum smáatriðum. Við gerum okkar besta til að það verði okkur í vil."

Það er mikilvægt að taka stigin þrjú upp. Með sigri skiljum við Albaníu eftir og búum til þriggja hesta kapphlaup með Tyrklandi og Frakklandi um efstu tvo sætin í riðlinum.

„Algjörlega. Hvert einasta stig í þessum riðli er svakalega mikilvægt. Þau verða svakalega öflug stigin þrjú ef við náum sigri á morgun," sagði Jón Daði að lokum.
Athugasemdir
banner
banner