Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 09. september 2019 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Kane um markametið: Það getur margt gerst
Harry Kane er kominn með 25 mörk
Harry Kane er kominn með 25 mörk
Mynd: EPA
Harry Kane, framherji Tottenham og enska landsliðsins, er kominn með 25 mörk í 40 leikjum fyrir England, en hann var spurður út í markamet Wayne Rooney fyrir landsleik liðsins gegn Kósóvó.

Kane skoraði þrennu og lagði upp eitt í 4-0 sigri Englands á Búlgaríu á dögunum en hann er nú kominn með 25 mörk í aðeins 40 leikjum.

Wayne Rooney á markametið hjá enska landsliðinu en hann skoraði 53 mörk í 120 leikjum. Kane er því á góðri leið með að bæta það met ef hann heldur uppteknum hætti.

„Þegar ég skora fyrir England þá byrjar fólk eðlilega að tala um þetta met. Ég hef samt sagt þá áður að það er langt í þetta met og það getur margt gerst," sagði Kane.

„Ég er mjög stoltur af þessu og hlakka alltaf til að spila næsta leik og skora fleiri mörk. Ég vil sjá ef ég get náð upp í 30 mörk og hversu fljótur ég er að því og svo skoðum við stöðuna. Það er leikur á morgun gegn Kósóvó þar sem ég tel að ég muni fá nokkur færi og vonandi skorað fleiri mörk," sagði Kane í lokin.
Athugasemdir
banner
banner