banner
   mán 09. september 2019 08:35
Magnús Már Einarsson
Þjálfari Fylkis: Dómarinn sagði leikmönnum að halda kjafti
Cecilía Rán Rúnarsdóttir fékk rautt spjald eftir leik.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir fékk rautt spjald eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Fylkis, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt eftir 1-0 tap liðsins gegn Selfossi í gær. Cecilía fékk að líta rauða spjaldið eftir mótmæli.

Atli Haukur Arnarsson, dómari leiksins, fær ekki góðar kveðjur frá Kjartani Stefánssyni þjálfara Fylkis í viðtali á vef Morgunblaðsins.

Kjartan segir að Atli hafi sagt leikmönnum Fylkis að halda kjafti og hætta þessu væli í leiknum.

„Ég held bara að stelp­urn­ar hafi verið gríðarlega ósátt­ar við dóm­ar­ann og það vor­um við líka. Þær voru ósátt­ar við hvernig hann svaraði þeim; sagði þeim að halda kjafti og hætta þessu væli og slíkt. Ég ætla ekki að segja neitt meira en stelp­urn­ar voru gríðarlega ósátt­ar,“ sagði Kjart­an og bætti við að dómgæsl­an hefði ekki ráðið neinu varðandi úr­slit­in í leikn­um.

„En eig­um við ekki bara að segja að það sé gott að hafa góð sam­skipti manna á milli? Mér fannst hann dæma þetta ágæt­lega, en rétt eins og ég og aðrir þá þurf­um við að haga okk­ur og segja fal­lega hluti,“ sagði Kjart­an við mbl.is.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner