Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Fylkis, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt eftir 1-0 tap liðsins gegn Selfossi í gær. Cecilía fékk að líta rauða spjaldið eftir mótmæli.
Atli Haukur Arnarsson, dómari leiksins, fær ekki góðar kveðjur frá Kjartani Stefánssyni þjálfara Fylkis í viðtali á vef Morgunblaðsins.
Atli Haukur Arnarsson, dómari leiksins, fær ekki góðar kveðjur frá Kjartani Stefánssyni þjálfara Fylkis í viðtali á vef Morgunblaðsins.
Kjartan segir að Atli hafi sagt leikmönnum Fylkis að halda kjafti og hætta þessu væli í leiknum.
„Ég held bara að stelpurnar hafi verið gríðarlega ósáttar við dómarann og það vorum við líka. Þær voru ósáttar við hvernig hann svaraði þeim; sagði þeim að halda kjafti og hætta þessu væli og slíkt. Ég ætla ekki að segja neitt meira en stelpurnar voru gríðarlega ósáttar,“ sagði Kjartan og bætti við að dómgæslan hefði ekki ráðið neinu varðandi úrslitin í leiknum.
„En eigum við ekki bara að segja að það sé gott að hafa góð samskipti manna á milli? Mér fannst hann dæma þetta ágætlega, en rétt eins og ég og aðrir þá þurfum við að haga okkur og segja fallega hluti,“ sagði Kjartan við mbl.is.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir