Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
banner
   mið 09. september 2020 21:54
Victor Pálsson
2. deild: Mikilvægur sigur hjá Haukum
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Kári 1 - 2 Haukar
0-1 Tómas Ásgeirsson('23)
0-2 Tómas Ásgeirsson('28)
1-2 Jón Ákason('45)

Haukar unnu sterkan sigur í 2. deild karla í kvöld er liðið spilaði við Kára frá Akranesi á útivelli í 15. umferð.

Haukar höfðu tapað síðustu tveimur leikjum sínum gegn toppliðum Selfoss og Kórdrengjum.

Liðið svaraði þó vel fyrir sig gegn Kára í kvöld og hafði betur 2-1 þar sem Tómas Ásgeirsson skoraði tvennu.

Jón Ákason skoraði eina mark Kára undir lok fyrri hálfleiks en heimamönnum tókst ekki að jafna metin.

Haukar eru í fimmta sætinu með 27 stig og er Kári átta stigum neðar í því áttunda.

Athugasemdir
banner