Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mið 09. september 2020 13:15
Magnús Már Einarsson
„Kjaftæði að Luiz séu verstu kaup úrvalsdeildarinnar"
„Það eiga allir sína hræðilegu leiki og hans eru kannski aðeins meira en hjá öðrum. Fólk var að tala um verstu kaup úrvalsdeildarinnar en það er kjaftæði. Hann er góður hafsent en hann á sína hræðilegu leiki," sagði Einar Guðnason, stuðningsmaður Arsenal, þegar talið barst að David Luiz í upphiun fyrir enska boltann.

Luiz gerði nýjan samning við Arsenal í sumar eftir að hafa fengið sinn skammt af gagnrýni á síðasta tímabili eftir að hann kom til félagsins frá Chelsea.

„Þetta eru svo áberandi augnablik þegar slokknar á heilanum," sagði Einar Örn. „Hann var hins vegar frábær í undanúrslitum og úrslitum bikarsins. Sérstaklega í undanúrslitunum."

Einar Guðna bætti við: „Hann er mikilvægur í þessum fótbolta sem Arteta vill spila. Hann getur sent nákvæmlega þangað sem hann vill senda. Hvorrt sem það eru 70 metrar eða 4 metrar."

Einar og Einar eru á því að Luiz verði byrjunarliðsmaður í þriggja manna vörn Arsenal á komandi tímabili.

Hér að neðan má hlusta á spjallið í heild.
Enski boltinn - Breytt staða hjá Arsenal
Athugasemdir
banner
banner