Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mið 09. september 2020 21:55
Helga Katrín Jónsdóttir
Kristján Guðmunds: Annað markið er ólöglegt og á ekki að standa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik tók í dag á móti Stjörnunni á Kópavogsvelli í Pepsi-Max deild kvenna. Þar unnu Blikar 3-1 sigur en Kristján Guðmunds var nokkuð sáttur með spilamennsku síns liðs, sérstaklega í fyrri hálfleik en pirraður með niðurstöðuna:

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Stjarnan

"Ég er bæði sáttur og ferlega pirraður. Sáttur við hugarfarið hjá leikmönnum og hvernig þær spiluðu fyrri hálfleikinn. Ég er pirraður út í sjálfan mig að hafa ekki útskýrt betur hvernig á að verjast í hornum. Pirraður á að hafa fengið fyrra markið úr horni, annað markið er ólöglegt og á ekki að standa. Það breytir því ekki að Breiðablik fann leið í gegnum okkur í seinni hálfleik."

"Blikarnir ná réttu mómenti að spila í gegnum okkur, þær finna leið til að brjóta niður varnarleikinn okkar og fóru inn í þau svæði sem við vildum ekki að þær færu inni í. Við hættum að vinna seinni boltann og náðum ekki að hreinsa frá í seinni hálfleik. Við þurfum að vera sterkari en þetta."

Aníta Ýr var líflegasti leikmaður vallarins og skoraði mark Stjörnunnar en var tekin út af eftir klukkutíma leik. Hver var hugsunin á bakvið það?

"Það er bara ákveðin hvíld sem hún þarf á að halda. Hún er búin að vera alveg mögnuð og stingur í stúf þegar leikmaður sem er búin að skora mörk í þremur leikjum í röð er tekin út af en þetta er hörkuálag sem er á þeim og við verðum að stýra því. Við berum ábyrgð á heilsu leikmanna."

Viðtalið við Kristján má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan, þar ræðir hann meðal annars um stígandann í liðinu og næsta leik við Val.



Athugasemdir