Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   mið 09. september 2020 21:55
Helga Katrín Jónsdóttir
Kristján Guðmunds: Annað markið er ólöglegt og á ekki að standa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik tók í dag á móti Stjörnunni á Kópavogsvelli í Pepsi-Max deild kvenna. Þar unnu Blikar 3-1 sigur en Kristján Guðmunds var nokkuð sáttur með spilamennsku síns liðs, sérstaklega í fyrri hálfleik en pirraður með niðurstöðuna:

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Stjarnan

"Ég er bæði sáttur og ferlega pirraður. Sáttur við hugarfarið hjá leikmönnum og hvernig þær spiluðu fyrri hálfleikinn. Ég er pirraður út í sjálfan mig að hafa ekki útskýrt betur hvernig á að verjast í hornum. Pirraður á að hafa fengið fyrra markið úr horni, annað markið er ólöglegt og á ekki að standa. Það breytir því ekki að Breiðablik fann leið í gegnum okkur í seinni hálfleik."

"Blikarnir ná réttu mómenti að spila í gegnum okkur, þær finna leið til að brjóta niður varnarleikinn okkar og fóru inn í þau svæði sem við vildum ekki að þær færu inni í. Við hættum að vinna seinni boltann og náðum ekki að hreinsa frá í seinni hálfleik. Við þurfum að vera sterkari en þetta."

Aníta Ýr var líflegasti leikmaður vallarins og skoraði mark Stjörnunnar en var tekin út af eftir klukkutíma leik. Hver var hugsunin á bakvið það?

"Það er bara ákveðin hvíld sem hún þarf á að halda. Hún er búin að vera alveg mögnuð og stingur í stúf þegar leikmaður sem er búin að skora mörk í þremur leikjum í röð er tekin út af en þetta er hörkuálag sem er á þeim og við verðum að stýra því. Við berum ábyrgð á heilsu leikmanna."

Viðtalið við Kristján má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan, þar ræðir hann meðal annars um stígandann í liðinu og næsta leik við Val.



Athugasemdir
banner