Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   mið 09. september 2020 21:55
Helga Katrín Jónsdóttir
Kristján Guðmunds: Annað markið er ólöglegt og á ekki að standa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik tók í dag á móti Stjörnunni á Kópavogsvelli í Pepsi-Max deild kvenna. Þar unnu Blikar 3-1 sigur en Kristján Guðmunds var nokkuð sáttur með spilamennsku síns liðs, sérstaklega í fyrri hálfleik en pirraður með niðurstöðuna:

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Stjarnan

"Ég er bæði sáttur og ferlega pirraður. Sáttur við hugarfarið hjá leikmönnum og hvernig þær spiluðu fyrri hálfleikinn. Ég er pirraður út í sjálfan mig að hafa ekki útskýrt betur hvernig á að verjast í hornum. Pirraður á að hafa fengið fyrra markið úr horni, annað markið er ólöglegt og á ekki að standa. Það breytir því ekki að Breiðablik fann leið í gegnum okkur í seinni hálfleik."

"Blikarnir ná réttu mómenti að spila í gegnum okkur, þær finna leið til að brjóta niður varnarleikinn okkar og fóru inn í þau svæði sem við vildum ekki að þær færu inni í. Við hættum að vinna seinni boltann og náðum ekki að hreinsa frá í seinni hálfleik. Við þurfum að vera sterkari en þetta."

Aníta Ýr var líflegasti leikmaður vallarins og skoraði mark Stjörnunnar en var tekin út af eftir klukkutíma leik. Hver var hugsunin á bakvið það?

"Það er bara ákveðin hvíld sem hún þarf á að halda. Hún er búin að vera alveg mögnuð og stingur í stúf þegar leikmaður sem er búin að skora mörk í þremur leikjum í röð er tekin út af en þetta er hörkuálag sem er á þeim og við verðum að stýra því. Við berum ábyrgð á heilsu leikmanna."

Viðtalið við Kristján má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan, þar ræðir hann meðal annars um stígandann í liðinu og næsta leik við Val.



Athugasemdir
banner
banner
banner