Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   mið 09. september 2020 21:55
Helga Katrín Jónsdóttir
Kristján Guðmunds: Annað markið er ólöglegt og á ekki að standa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik tók í dag á móti Stjörnunni á Kópavogsvelli í Pepsi-Max deild kvenna. Þar unnu Blikar 3-1 sigur en Kristján Guðmunds var nokkuð sáttur með spilamennsku síns liðs, sérstaklega í fyrri hálfleik en pirraður með niðurstöðuna:

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Stjarnan

"Ég er bæði sáttur og ferlega pirraður. Sáttur við hugarfarið hjá leikmönnum og hvernig þær spiluðu fyrri hálfleikinn. Ég er pirraður út í sjálfan mig að hafa ekki útskýrt betur hvernig á að verjast í hornum. Pirraður á að hafa fengið fyrra markið úr horni, annað markið er ólöglegt og á ekki að standa. Það breytir því ekki að Breiðablik fann leið í gegnum okkur í seinni hálfleik."

"Blikarnir ná réttu mómenti að spila í gegnum okkur, þær finna leið til að brjóta niður varnarleikinn okkar og fóru inn í þau svæði sem við vildum ekki að þær færu inni í. Við hættum að vinna seinni boltann og náðum ekki að hreinsa frá í seinni hálfleik. Við þurfum að vera sterkari en þetta."

Aníta Ýr var líflegasti leikmaður vallarins og skoraði mark Stjörnunnar en var tekin út af eftir klukkutíma leik. Hver var hugsunin á bakvið það?

"Það er bara ákveðin hvíld sem hún þarf á að halda. Hún er búin að vera alveg mögnuð og stingur í stúf þegar leikmaður sem er búin að skora mörk í þremur leikjum í röð er tekin út af en þetta er hörkuálag sem er á þeim og við verðum að stýra því. Við berum ábyrgð á heilsu leikmanna."

Viðtalið við Kristján má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan, þar ræðir hann meðal annars um stígandann í liðinu og næsta leik við Val.



Athugasemdir
banner
banner