Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   mið 09. september 2020 21:55
Helga Katrín Jónsdóttir
Kristján Guðmunds: Annað markið er ólöglegt og á ekki að standa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik tók í dag á móti Stjörnunni á Kópavogsvelli í Pepsi-Max deild kvenna. Þar unnu Blikar 3-1 sigur en Kristján Guðmunds var nokkuð sáttur með spilamennsku síns liðs, sérstaklega í fyrri hálfleik en pirraður með niðurstöðuna:

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Stjarnan

"Ég er bæði sáttur og ferlega pirraður. Sáttur við hugarfarið hjá leikmönnum og hvernig þær spiluðu fyrri hálfleikinn. Ég er pirraður út í sjálfan mig að hafa ekki útskýrt betur hvernig á að verjast í hornum. Pirraður á að hafa fengið fyrra markið úr horni, annað markið er ólöglegt og á ekki að standa. Það breytir því ekki að Breiðablik fann leið í gegnum okkur í seinni hálfleik."

"Blikarnir ná réttu mómenti að spila í gegnum okkur, þær finna leið til að brjóta niður varnarleikinn okkar og fóru inn í þau svæði sem við vildum ekki að þær færu inni í. Við hættum að vinna seinni boltann og náðum ekki að hreinsa frá í seinni hálfleik. Við þurfum að vera sterkari en þetta."

Aníta Ýr var líflegasti leikmaður vallarins og skoraði mark Stjörnunnar en var tekin út af eftir klukkutíma leik. Hver var hugsunin á bakvið það?

"Það er bara ákveðin hvíld sem hún þarf á að halda. Hún er búin að vera alveg mögnuð og stingur í stúf þegar leikmaður sem er búin að skora mörk í þremur leikjum í röð er tekin út af en þetta er hörkuálag sem er á þeim og við verðum að stýra því. Við berum ábyrgð á heilsu leikmanna."

Viðtalið við Kristján má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan, þar ræðir hann meðal annars um stígandann í liðinu og næsta leik við Val.



Athugasemdir
banner