Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 09. september 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd að næla í tvo heimsmeistara
Tobin Heath og Christen Press.
Tobin Heath og Christen Press.
Mynd: Getty Images
Kvennalið Manchester United er að næla í tvo leikmenn úr heimsmeistaraliði Bandaríkjanna.

Leikmennirnir sem um ræðir eru Tobin Heath og Christen Press, báðar framherjar. Þær eiga báðar meira en 100 landsleiki fyrir Bandaríkin og hafa báðar samþykkt að skrifa undir eins árs samning við United.

Heath, sem er 32 ára, kemur frá Portland Thorns í Bandaríkjunum og Press, sem er 31 árs, kemur frá Utah Royals. Heath var liðsfélagi Dagnýjar Brynjarsdóttur hjá Portland og Press var liðsfélagi Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur í Utah. Bæði Dagný og Gunnhildur eru núna komnar heim í Pepsi Max-deildina.

Kvennalið Manchester United var stofnað 2018 og er á sínu öðru tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hafnaði í fjórða sæti í fyrra.

Enska úrvalsdeildin byrjaði aftur um síðustu helgi og gerði United 1-1 jafntefli við ríkjandi meistara Chelsea í fyrsta leik.
Athugasemdir
banner