Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 09. september 2022 10:22
Elvar Geir Magnússon
Ríkisstjórnin bannar ekki að spilað sé um helgina
Það er í höndum ensku úrvalsdeildarinnar að taka lokaákvörðun.
Það er í höndum ensku úrvalsdeildarinnar að taka lokaákvörðun.
Mynd: Getty Images
Breska ríkisstjórnin hefur tilkynnt ensku úrvalsdeildinni og öðrum íþróttakeppnum að hún muni ekki setja bann við að keppt sé um helgina. Það verður í höndum ensku úrvalsdeildarinnar að ákveða hvort leikir helgarinnar fari fram.

Daily Mail segir að skilaboð ríkisstjórnarinnar séu þau að ráðlegt sé að leikjunum verði frestað en lokaákvörðun sé í höndum deildarinnar.

Félögin í ensku úrvalsdeildinni eru að funda í þessum skrifuðu orðum.

Margir eru á þeirri skoðun að fresta eigi leikjum af virðingu við Elísabetu Englandsdrottningu sem lést í gær, 96 ára að aldri.

Aðrir segja rétt að leika um helgina en spila þjóðsönginn fyrir alla leiki og sýna minningu Elísabetar virðingu.

Írska fótboltasambandið tilkynnti í morgun að ekkert yrði spilað í Norður-Írlandi af virðingu við minningu Elísabetar.

Sjá einnig:
Leikir helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni
Athugasemdir
banner
banner
banner