Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fös 09. september 2022 05:55
Elvar Geir Magnússon
Spánn um helgina - Börsungar heimsækja stigalausa botnliðið
Lewandowski hefur skorað átta mörk í síðustu fjórum leikjum.
Lewandowski hefur skorað átta mörk í síðustu fjórum leikjum.
Mynd: EPA
Fimmta umferðin í La Liga verður leikin um helgina en á laugardag leikur Barcelona gegn Cadiz sem er stigalaust á botni deildarinnar. Það hefur allt gengið á afturfótunum hjá Cadiz, sem afrekaði það reyndar á síðasta tímabili að vinna Barcelona 1-0.

Líklegt er að Xavi, þjálfari Börsunga, verði með annað augað á Meistaradeildarleiknum gegn Bayern München í næstu viku og það gæti verið freistandi að hvíla pólska markahrókinn Robert Lewandowski sem skoraði þrennu gegn Viktoria Plzen í vikunni.

Hector Bellerín og Marcos Alonso gætu verið með um helgina en þeir komu til Börsunga fyrir gluggalokin í síðustu viku.

föstudagur 9. september
19:00 Girona - Valladolid

laugardagur 10. september
12:00 Vallecano - Valencia
14:15 Espanyol - Sevilla
16:30 Cadiz - Barcelona
19:00 Atletico Madrid - Celta

sunnudagur 11. september
12:00 Real Madrid - Mallorca
14:15 Elche - Athletic
16:30 Getafe - Real Sociedad
19:00 Betis - Villarreal

mánudagur 12. september
19:00 Almeria - Osasuna
Athugasemdir
banner
banner
banner