Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 09. september 2022 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Toney klikkað á einu víti á ferlinum - „Þá mun eitthvað lið verða klárt í að kaupa hann"
18 af 18 á punktinum hjá Brentford
18 af 18 á punktinum hjá Brentford
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
„Eftir því sem talan hækkar því nær erum við sannleikanum sem ég tel vera að hann sé besta vítaskytta í heimi. Nefnið annan sem hefur skorað úr sextán í röð. Það er ekki Messi, það er ekki Ronaldo," sagði Thomas Frank, stjóri Brentford, um Ivan Toney fyrr á þessu ári.

Toney er frábær vítaskytta, um það verður ekki deilt, og fáir ef einhverjir betri en hann á vítapunktinum.

Toney hefur nú tekið 25 vítaspyrnur á sínum ferli og hefur hann skorað úr 24. Þegar hann skoraði úr vítaspyrnunni gegn Leeds um helgina var hann að skora úr sinni tuttugustu vítaspyrnu í röð.

Toney klikkaði gegn Barnsley þann 6. október 2018 þegar hann var leikmaður Peterborough. Það var hans fimmta vítaspyrna á ferlinu. Hann tók ekki vítaspyrnu aftur fyrr en í janúar 2020. Alls átján víti hefur Toney tekið fyrir Brentford.

Toney er 26 ára gamall hávaxinn enskur framherji sem hefur frá því hann gekk í raðir Brentford árið 2020 skorað 52 mörk í 96 leikjum í öllum keppnum. Hann hefur byrjað þetta tímabil vel, skorað fimm mörk í sjö leikjum.

Rætt var um Toney í hlaðvarpsþættinum Enski boltinn.Af hverju er Toney ekki kominn til stærra félags?

„Þetta er góð spurning. Það er alltaf eitthvað smá vesen á honum, eitthvað utan vallar dæmi. Ég veit ekki hvort það spili inn í. Ef hann mun eiga geggjað tímabil núna, jafnvel bara fram í janúar, þá mun eitthvað lið verða klárt í að kaupa hann. Hann er á þriggja ára samningi þannig hann myndi kosta helling," sagði Aksentije.

„Eins og í fyrra, þá byrjaði hann rólega, menn voru að búast við meiru af honum en svo fór hann í gang og skilaði mörkum og frammistöðum. Ég skil alveg af hverju það er ennþá enginn búinn að taka hann, en ég sé alveg fram á það í janúar eða næsta sumar ef hann heldur þessu áfram. Þá verður hann keyptur á góðan pening."

„Í vítum horfir hann á markmanninn, þegar markmaðurinn hreyfir sig þá snýr hann einhvern veginn upp á mjöðmina, er í raun galið því hann nær svo miklum krafti í þetta,"
sagði Aksentije.
Enski boltinn - Velkomnir úr draumalandinu og flókið draumalið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner