

„Svekktur, vonsvikin, allskona tilfinningar reyndar,'' segir Pétur Rögnvaldsson, þjálfari Gróttu, eftir 2-3 tap gegn Fylkir í loka umferð Lengjudeildarinnar í dag.
Lestu um leikinn: Grótta 2 - 3 Fylkir
„Okkur gekk bara allt of ílla að halda í boltann í langa hluta leiksins og í lokinn skilaði það sér fyrirgjöf sem endaði á kollunum á einhverjum. Það gerist í raun tvisvar í röð á fjórum mínútum, svo eftir það förum við eitthvað aftur að reyna byrja að spila og gera eitthvað.''
„Þetta er skrítin fótboltaleikur, mikið af tilfinningum og stressi og allskonar pressu. Ég er alveg ánæðgur með ótrúlega margt í leiknum í dag, þrátt fyrir tap.''
„Miða við það sem var undir í dag þá fannst mér við bara gera ágætlega með boltann og effortið var alveg til staðar upp á tíu. Það var bara færa níting sem er þess valdandi að við skorum bara tvö,''
„Ég sagði við stelpurnar að þetta mun algjörlega sökka í dag og möguleika eitthvað á morgun, en samt sem áður þá er vildum við samt vera hér í dag að spila þenna leik en ekki einhver staðar annað upp á ekki neitt,''
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.