Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 09. september 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Carsley: Sigurinn í Dublin jók sjálfstraustið
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Lee Carsley stýrði enska landsliðinu í fyrsta sinn um helgina þegar Englendingar heimsóttu Írland og unnu þægilegan sigur í nágrannaslagnum.

Carsley var mjög ánægður eftir sigurinn sem hann segir hafa aukið sjálfstraustið sitt til muna.

Carsley er aðeins bráðabirgðaþjálfari landsliðsins í dag en vonast til að fá langtímasamning ef vel gengur í næstu leikjum.

„Ég á í mjög góðu sambandi við stjórn enska fótboltasambandsins og er verulega þakklátur fyrir þetta tækifæri til að stýra enska landsliðinu," sagði Carsley.

„Það hafa verið tímar þar sem ég efaðist um að vera tilbúinn fyrir þetta starf. Það er auðvelt að sitja heima í sófanum og þjálfa enska landsliðið þaðan, það er allt annað að vera kominn í starfið.

„Þessi sigur í Dublin jók sjálfstraustið hjá mér og öllu starfsteyminu mínu til muna. Við sjáum það að við munum spjara okkur.

„Mér líður eins og andrúmsloftið hjá okkur sé frábært og við eigum í mjög góðum samskiptum við leikmennina."


Carsley stýrði U21 landsliði Englands við afar góðan orðstír í þrjú ár áður en hann fékk bráðabirgðastarfið hjá A-landsliðinu. Carsley var við stjórn þegar U21 landsliðið vann Evrópumótið í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner