Kerem Akturkoglu skoraði öll þrjú mörk Tyrklands sem vann 3-1 sigur gegn Íslandi í Izmir í kvöld. Stuðningsmenn Manchester United muna væntanlega vel eftir þessum 25 ára leikmanni.
Hann skoraði í tvígang gegn United í Evrópudeildinni á síðasta tímabili, í 3-2 sigri Galatasaray á Old Trafford og svo í 3-3 jafntefli í Istanbúl.
Í sumar var þessi skeinuhætti sóknarmaður keyptur til Benfica í Portúgal.
Hann skoraði í tvígang gegn United í Evrópudeildinni á síðasta tímabili, í 3-2 sigri Galatasaray á Old Trafford og svo í 3-3 jafntefli í Istanbúl.
Í sumar var þessi skeinuhætti sóknarmaður keyptur til Benfica í Portúgal.
Saga Akturkoglu er merkileg. Þegar hann var tíu mánaða gamall týndist hann undir rústum eftir jarðskjálfta upp á 7,6 á richter sem reið yfir um miðja nótt í heimaborg hans Izmit.
Afi Akturkoglu var borgarstjóri í Izmit og stýrði leitinni að honum. Barnið fannst heilt á húfi og fjölskylda hans slapp öll úr þessum harmleik.
Snemma á síðasta ári riðu stórir skjálftar aftur yfir Tyrkland og Akturkoglu sinnti þá hjálparstarfi og hjálpaði fólki sem varð fyrir áfalli. Þá bauð hann upp boltann sem hann fékk eftir að hafa skorað þrennu gegn Istanbul Basaksehir og ágóðinn fór í hjálparstarf.
„Ég setti mig í spor þessa fólks og reyndi að skilja tilfinningar þess. Ef ég gat gefið þeim smá von þá hafði ég afrekað eitthvað. Ég talaði við fólk sem hafði misst fjölskyldumeðlimi. Ég tók þátt í sorg þeirra og reyndi að hughreista það. Þakklæti þeirra gerði mikið fyrir mig," sagði Akturkoglu í viðtali við Athletic í desember.
Athugasemdir