Onana aftur til Inter - Zinchenko aftur til Arsenal - Man Utd horfir til Rennes - Palmer ósnertanlegur
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   mán 09. september 2024 16:00
Elvar Geir Magnússon
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Icelandair
Róbert Orri Þorkelsson.
Róbert Orri Þorkelsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er virkilega spenntur fyrir því að fá annan landsleik, annan heimaleik," segir Róbert Orri Þorkelsson miðvörður U21 landsliðsins.

„Þó leikurinn gegn Dönum hafi verið góður þá er margt hægt að gera betur. Við skoðum það vel og verðum vel undirbúnir fyrir leikinn gegn Wales."

Eftir frábæran sigur gegn Danmörku á föstudaginn er íslenska U21 landsliðið að fara að mæta Wales á morgun. Leikurinn verður klukkan 16:30 á Víkingsvelli.

Wales vann Ísland 1-0 ytra í riðlinum en Ólafur Ingi og teymi hans hafa farið vel yfir þann leik.

„Það er búið að fara vel yfir þann leik og hvað við ætlum að gera betur," segir Róbert.

„Þetta verður bardagi og Íslendingar eiga að vera sterkir í þannig leikjum. Ég býst við hörkuleik og við erum mjög klárir í það."

Róbert er hjá Kongsvinger í Noregi, á láni frá Montreal, og segir það virkilega skemmtilegt að koma heim til Íslands í landsliðsverkefni.

„Það er geggjað að koma heim, hitta strákana, vera með þeim á hótelinu og tala íslensku. Þetta lífgar aðeins uppá, gott að koma heim og hitta fjölskylduna og annað."
Athugasemdir
banner