Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
   mán 09. september 2024 16:00
Elvar Geir Magnússon
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Icelandair
Róbert Orri Þorkelsson.
Róbert Orri Þorkelsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er virkilega spenntur fyrir því að fá annan landsleik, annan heimaleik," segir Róbert Orri Þorkelsson miðvörður U21 landsliðsins.

„Þó leikurinn gegn Dönum hafi verið góður þá er margt hægt að gera betur. Við skoðum það vel og verðum vel undirbúnir fyrir leikinn gegn Wales."

Eftir frábæran sigur gegn Danmörku á föstudaginn er íslenska U21 landsliðið að fara að mæta Wales á morgun. Leikurinn verður klukkan 16:30 á Víkingsvelli.

Wales vann Ísland 1-0 ytra í riðlinum en Ólafur Ingi og teymi hans hafa farið vel yfir þann leik.

„Það er búið að fara vel yfir þann leik og hvað við ætlum að gera betur," segir Róbert.

„Þetta verður bardagi og Íslendingar eiga að vera sterkir í þannig leikjum. Ég býst við hörkuleik og við erum mjög klárir í það."

Róbert er hjá Kongsvinger í Noregi, á láni frá Montreal, og segir það virkilega skemmtilegt að koma heim til Íslands í landsliðsverkefni.

„Það er geggjað að koma heim, hitta strákana, vera með þeim á hótelinu og tala íslensku. Þetta lífgar aðeins uppá, gott að koma heim og hitta fjölskylduna og annað."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner