
Jóhann Berg Guðmundsson var ekki með í síðasta landsleikjaglugga, þar sem leikir gegn Sviss og Belgíu töpuðust stór, en er mættur aftur í komandi leiki.
Ísland leikur vináttulandsleik við Frakkland í Guingamp á fimmtudagskvöld og mætir svo Sviss í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli á mánudagskvöld.
Ísland leikur vináttulandsleik við Frakkland í Guingamp á fimmtudagskvöld og mætir svo Sviss í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli á mánudagskvöld.
Jóhann ræddi við Fótbolta.net á æfingu Íslands í dag og segir erfitt að hafa þurft að fylgjast með liðinu úr fjarlægð í síðasta glugga.
„Það var mjög erfitt. Það var leiðinlegt að hafa meiðst og ekki getað hjálpað liðinu. Það var auðvitað hundleiðinlegt að sjá liðið fá þennan skell gegn Sviss. Belgíuleikurinn var svosem allt í lagi, þeir eru bara frábært lið og sýndu það á móti okkur. Það er nýr þjálfari og nýjar áherslur, þetta tekur allt tíma. Þetta mun allt vera í góðu lagi eftir smá tíma," segir Jóhann.
Undankeppni EM hefst á nýju ári og má segja að þeir leikir sem eru eftir á þessu ári séu allir undirbúningur fyrir hana.
„Við vissum að það yrði gríðarlega erfitt í þessari Þjóðadeild. Belgía og Sviss eru bæði á topp tíu á heimslistanum. Okkar markmið mun alltaf vera að komast á næsta EM. Það er stórt mót sem við viljum vera á."
Viðtalið er í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir