Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 09. október 2020 18:00
Magnús Már Einarsson
Í átta ára bann fyrir árás á dómara
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörður í neðri deildunum í Þýskalandi hefur verið dæmdur í átta ára keppnisbann fyrir að ráðast á dómara. Atvikið átti sér stað í leik SV Oppum og CSV Marathon II í síðasta mánuði.

Markvörður Marathon var óánægður með jöfnunarmark á 80. mínútu þar sem hann taldi að um rangstöðu hefði verið að ræða.

Markvörðurinn rauk út úr marki sínu og réðst á dómarann. Markvörðurinn kom aftan að dómaranum og árásin kom honum því í opna skjöldu.

Nú hefur markvörðurinn verið dæmdur í átta ára keppnisbann en hann verður einnig kærður fyrir líkamsárás.

CSV Marathon hefur rekið markvörðinn úr sínum röðum eftir atvikið.
Athugasemdir
banner
banner
banner