Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 09. október 2020 09:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Marta fær styttu af sér við hlið Pele
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Það verður reist stytta af Mörtu, einni bestu fótboltakonu allra tíma, við hlið styttu af Pele í safni um brasilíska landsliðið í fótbolta. Safnið er í Rio de Janeiro.

Styttan af Mörtu verður í raunstærð, en þessi magnaða fótboltakona hefur spilað 154 landsleiki fyrir Brasilíu og skorað 108 mörk.

Marta kom hingað til lands 2017 og skoraði eina mark Brasilíu í sigri á Íslandi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli.

Það er ekki aðeins styttan af Mörtu sem er á leiðinni, heldur verður gerður sérhluti í safninu sem tileinkaður er sögu og afrekum brasilíska kvennalandsliðsins.

„Þetta er frekar frábært. Það er verið að fagna einni þeirra bestu í leiknum," skrifaði landsliðskonan Sif Atladóttir um tíðindin á Twitter.


Athugasemdir
banner
banner
banner